Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 1. febrúar 2000 kl. 10:29

Epson deildin í körfubolta:

Svæðisvörnin lokaði dyrunum. Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á nýliðum Hamars 95-74 í fyrsta deildarleik liðsins eftir fráfall Örlygs Arons Sturlusonar.Hvergerðingar voru betri aðilinn framan af leik en Keith Veney gaf þó fyrirheit um seinni hálfleikinn með gríðarlöngu þriggja stiga skoti á lokasekúndum fyrri hálfleiks 47-44. Í seinni hálfleik beitti Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, svæðisvörn fyrir vagninn og lokaði hún svo til alveg á gegnumbrot Hamarsmanna sem misstu taktinn á meðan Friðrik Ragnarsson(27) fann sig vel í skyttuhlutverkinu og skoraði margar fallegar körfur. Friðrik, Friðrik Stefánsson, Teitur Örlygsson, Hermann Hauksson, Keith Veney og Páll Kristinsson léku allir vel.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024