Ensk úrvalsdeildarlið sögð fylgjast með Arnóri
Arnór áhugasamur um að spila í enska boltanum
Ensku liðin Aston Villa og Bournemouth eru bæði að fylgjast með Arnóri Ingva Traustasyni samkvæmt ítalska miðlinun Corriere dello Sport. 433.is greinir frá þessu. Arnór á tvö ár eftir af samningi sínum við sænska meistaraliðið Norrköping. Í Víkurfréttum í dag er ítarlegt viðtal við Arnór þar sem m.a. er fjallað um að lið í Evrópu hafi sýnt honum áhuga. Arnór sem fór til Svíþjóðar frá Keflvík í fyrra er 22 ára gamall og á að baki 12 landsleiki fyrir U21 landslið Íslands.
Aston Villa og Bournemouth leika bæði í ensku úrvalsdeildinni en Arnór hefur mikinn áhuga á því að spila á Englandi. Hann hefur reyndar ekki heyrt af áhuga frá þessum liðum að svo stöddu.
„Ef það kemur eitthvað upp sem er virkilega spennandi þá fer maður. En ef ekkert áhugavert er í boði þá er virkilega spennandi tímabil framundan með Norrköping þar sem við spilum í meistaradeildinni og verjum titilinn,“ segir Arnór í viðtali við Víkurfréttir sem komu út í dag.
Hér að neðan má sjá helstu tilþrif Arnórs í Svíþjóð á þessu tímabili þar sem hann fór á kostum.
Arnor Traustason #9 - Attacking midfielder - Norrköping highlights from Sportic Players Management on Vimeo.