Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 4. febrúar 2003 kl. 16:34

Ensími og Brainpolice spila í Frumleikhúsinu

Í kvöld mun ferðalag Ensími og Brain Police um landið hefjast og er fyrsti áfangastaðurinn Keflavík. Þessi tvö rokkbönd hafa tekið höndum saman og ákveðið að skella sér á túr. Ensími hafa starfað í þónokkurn tíma og gefið út þrjár plötur, Kafbátamúsík (1998), BMX (1999) og Ensími (2002). Ensími eru einmitt að kynna þriðju plötu sína "Ensími" um þessar mundir og munu meðal annars fara til Bandaríkjanna í mars til að spila á South By Southwest hátíðinni ásamt fleirum tónleikum. Brain Police voru sigurvegarar á tónlistarverðlaunum Radio-X og Undirtóna nýverið með þrjú verðlaun enda þrusu rokksveit á ferðinni. Þeir eru á leiðinni í Stúdíó á næstunni til að fylgja eftir stuttskífunni Master Brain (2002). Sú plata mun koma undir merkjum Eddu Miðlunnar en áður gáfu þeir út plötuna Glacier Sun (2001).

Hljómsveitirnar eru sjaldan á ferðinni utan Stór-Reykjavíkur svæðisins og því tilvalið að nota tækifærið og skella sér á tónleika enda ekki á hverjum degi sem svona konsert býðst.
Suðurnesjahljómsveitin, Tommygun Preachers mun spila á tónleikunum og má búast við miklu fjöri.

Svona lítur dagskráin út:
04.02.03 Keflavík Frumleikhúsið
05.02.03 Reykjavík Gaukur Á Stöng
06.02.03 Akranes Bíóhöllin
07.02.03 Akureyri Dynheimar (16 ára )
08.02.03 Húsavík Hótel Húsavík
14.02.03 Reykjavík Grandrokk
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024