Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 8. mars 2003 kl. 11:18

Enn tapar Reynir

Reynir Sandgerði tapaði enn einum leiknum í 1. deild karla í körfuknattleik, nú gegn Fjölni á heimavelli, 89-104. Þeir hafa því tapað fimm leikjum í röð en á tímabili voru þeir efstir í deildinni. Staðan í hálfleik var 46:50.Örvar Kristjánsson átti stórleik fyrir Reyni en hann setti niður 30 stig. Þess má geta að Jóhannes Kristbjörnsson hefur ekki leikið með í þessum tapleikjum en hann meiddist illa á æfingu á dögunum og verður ekki meira með. Þá var Skúli Sigurðsson hvíldur gegn Fjölni en hann er að jafna sig á ökklameiðslum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024