Íþróttir

Enn tapar Grindavík
Sunnudagur 6. júní 2010 kl. 19:11

Enn tapar Grindavík

Grindvíkingum ætlar að ganga illa að krækja í stig í Pepsí-deild karla í knattspyrnu. Grindvíkingar tóku á móti Eyjamönnum í dag og máttu þola tap, 1:2, í frábæru fótboltaveðri nú síðdegis.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Fyrsta mark leiksins koma á 38. mínútu þegar Eyjamaðurinn Eyþór Helgi Birgisson skotaði af öryggi og staðan í hálfleik var 1-0 fyrir ÍBV.

Í síðari hálfleik jöfnuðu heimamenn á 48. mínútu með marki sem Matthías Örn Friðriksson skoraði. Matthías tók boltann á hælinn og sendi af öryggi í mark Eyjamanna.

Eftir að Grindvíkingar höfðu orðið manni færri á 62. mínútu þegar Jóhann Helgason fékk að líta sitt annað gula spjald og sendur í sturtu með rautt, þá þyngdist sókn Eyjamanna. Þeir uppskáru sitt annað mark þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum þegar Nenis Sytnik skotaði.


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson