Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn tapa Reynismenn
Fimmtudagur 17. nóvember 2005 kl. 14:11

Enn tapa Reynismenn

Reynir í Sandgerði tapaði gegn Stjörnunni í síðustu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik.

Lokatölur voru 89-114, en Reynismenn sáu aldrei til sólar í leiknum. Stjarnan var með nýjan leikmann innanborðs sem gerði 52 stig, þar af 31 í fyrri hálfleik.

Leikurinn varð aldrei spennandi en verður helst minnst fyrir fjöldann allan af tæknivillum sem Reynismenn fengu á sig.

Stigahæstir í liði Reynis: Kolbeinn Jósteinsson 20, Sigurður Sigurbjörnsson 20
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024