Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn tapa Njarðvíkingar - Góður sigur Reynis
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 16. ágúst 2019 kl. 14:24

Enn tapa Njarðvíkingar - Góður sigur Reynis

Baráttan er erfið hjá Njarðvíkingum sem eru í neðsta sæti Inkasso-deildarinnar i knattspyrnu eftir 2:0 tap gegn Fram í gær á útivelli.

„Við erum búnir að spila vel í síðustu leikjum og höfum verið óheppnir að fá ekki fleri stig en það eru 5 leikir eftir og við þurfum að fara sækja okkur stig. Við æltum okkur og munum ná í þessi stig og á Laugardaginn eftir viku ætlum við að fagna eftir leikinn gegn Magna," sagði Rafn Markús Vilbergsson við fotbolta.net.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sandgerðingar eru í betri málum í 3. deildinni. Þeir unnu KH með þremur mörkum gegn einu og halda sér í toppbaráttunni og eiga möguleika á 2. sætinu ef þeim gengur vel í næstu leikjum.

Magnús Magnússon, Gauti Þorvarðarson og Hörður Sveinsson skoruðu mörk Reynismanna.