Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn skorar Hörður í Danaveldi
Mánudagur 15. maí 2006 kl. 11:21

Enn skorar Hörður í Danaveldi

Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson var enn á skotskónum þegar lið hans, Silkeborg, vann góðan sigur á meisturum FC-Köbenhavn í síðasta leik tímabilsins.

Hörður skoraði fyrsta mark leiksins sem endaði 3-2, og lagði annað upp. Tæplega 40.000 áhorfendur voru á leiknum sem fór fram á Parken, þjóðarleikvangi Dana.

Silkeborg lauk keppni í 8. sæti af 12 liðum og skoraði Hörður sex mörk frá því hann kom til liðsins um áramót.

Þetta kom fram á fotbolti.net.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024