Enn skorar Adolf í Sandgerðissigri
Adolf Sveinsson reyndist hetja Sandgerðinga í dag þegar Reynir hafði 1-0 sigur á Völsungi í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Húsavík og eftir sigurinn hefur Reynir 25 stig í 3. sæti deildarinnar.
„Við vorum töluvert sterkari í fyrri hálfleik en þeir pressuðu vel á okkur í þeim síðari og voru kannski aðeins sterkari en við en þeir voru ekki hættulegri,“ sagði Gunnar Oddsson, þjálfari Reynis, í samtali við Víkurfréttir.
Adolf gerði eina mark leiksins eftir um hálftímaleik þegar boltinn barst fyrir markið og Adolf hoppaði manna hæst í teignum og sendi knöttinn í netið með glæsilegum skalla. Þetta var níunda mark Adolfs í deildinni og er hann markahæsti leikmaður 2. deildar.
Staðan í deildinni
VF-mynd/ Guðmundur Rúnar - [email protected]