Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Enn heltist úr Njarðvíkurlestinni
Sunnudagur 2. desember 2007 kl. 16:50

Enn heltist úr Njarðvíkurlestinni

Á dögunum kom það fram að markvörður Albert Sævarsson myndi yfirgefa herbúðir Njarðvíkinga en nú hefur félagi hans úr Grindavík Alfre Elías Jóhannsson einnig ákveðið að yfirgefa félagið. Báðir léku þeir Albert og Alfreð með Njarðvík í sumar en munu ekki taka þátt í baráttunni í grænu í 1. deildinni á næstu leiktíð.

 

Albert hefur leikið alls 52 leiki með Njarðvík í 1. og 2. deild, bikar og deildarbikar á síðustu tveimur árum og gert 5 mörk í þeim. Alfreð á að baki með Njarðvík 34 leiki í 1. deild, bikar og deildarbikar árið 2004 og nú í ár.

 

www.umfn.is

 

VF-Mynd/ [email protected] - Alfreð skorar með skalla gegn ÍBV á Njarðvíkurvelli á síðustu leiktíð.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024