Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn hefur enginn sigrað Keflvíkinga
Andy þjálfari talar við Keflavíkurdömurnar sínar í leikhléi. VF-mynd/pket.
Miðvikudagur 30. október 2013 kl. 21:38

Enn hefur enginn sigrað Keflvíkinga

Ekkert lát er á sigurgöngu Keflvíkinga í Dominos-deild kvenna, en þær unnu sinn sjötta sigur í röð þegar KR-ingar komu í heimsókn í TM-Höllina í kvöld. Lokatölur urðu 74-56 en KR leiddi í hálfleik 33-34. Í seinni hálfleik sýndu meistaraefnin í Keflavík mátt sinn og skiptu hreinlega um gír. Að lokum var um frekar þægilegan sigur að ræða. Tvíburaysturnar 17 ára, Sara Rún og Bríet Sif Hinriksdætur voru góðar hjá Keflvíkingum, Sara skoraði 20 stig á meðan Bríet var með 14. Bryndís Guðmunds skilaði svo myndarlegri tvennu, 14 stig og 11 fráköst.

Tölfræði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík-KR 74-56 (22-19, 11-15, 19-7, 22-15)

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 20/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Bryndís Guðmundsdóttir 14/11 fráköst, Porsche Landry 10/6 fráköst/7 stoðsendingar, Aníta Eva Viðarsdóttir 8, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 6, Sandra Lind Þrastardóttir 2/5 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.

KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 27/13 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 11, Bergþóra Holton Tómasdóttir 7, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 5, Helga Einarsdóttir 4/6 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 2, Sólrún Sæmundsdóttir 0, Sara Mjöll Magnúsdóttir 0, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0, Perla Jóhannsdóttir 0, Elín Þóra Helgadóttir 0, Anna María Ævarsdóttir 0.

Hart barist í leiknum í TM-höllinni. Bleikir dómarar í lok bleiks október.