Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn er leikið golf í Leirunni - Björgvin vann í gær
Sunnudagur 6. nóvember 2011 kl. 14:48

Enn er leikið golf í Leirunni - Björgvin vann í gær

GS-ingurinn Björgvin Sigmundsson lék best allra í haustmóti klúbbsins sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru í gær. Björgvin lék á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Alls tóku 58 kylfingar þátt í mótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hólmsvöllur er enn í ágætu ásigkomulagi, flatir þéttar og góðar. Þetta var fjórða haustmótið á fimm vikum sem klúbburinn hélt og er stefnt að því að halda mót næsta laugardag ef veður leyfi.

Keflvíkingurinn Ögmundur Máni Ögmundsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur varð annar í höggleiknum á 77 höggum og Hörður Sigurðsson úr GR þriðji á 80 höggum. Í punktakeppni reyndist Davíð Hreinsson úr GVS hlutskarpastur en hann hlaut alls 37 punkta. Helgi Svanberg Ingason úr GKG varð annar á 36 punktum.

Úrslit í punktakeppni:
1 Davíð Hreinsson GVS 37
2 Helgi Svanberg Ingason GKG 36 (fleiri punktar á seinni níu)
3 Ögmundur Máni Ögmundsson GR 36

Úrslit í höggleik:
1 Björgvin Sigmundsson GS 76 +4
2 Ögmundur Máni Ögmundsson GR 77 +5
3 Hörður Sigurðsson GR 80 +8

Mynd/Kylfingur.is: Björgvin Sigmundsson lék fínt golf í gær.