Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 5. nóvember 2002 kl. 23:52

Enn eitt tapið hjá Njarðvík í ljónagryfjunni

Njarðvíkingar eru fallnir úr leik í Kjörísbikarkeppni karla í körfuknattleik en þeir töpuðu fyrir Haukum á heimavelli í kvöld, 61:77, en þeir töpuðu einnig fyrri leiknum. Þetta er þriðji tapleikur liðsins í röð á heimavelli og enn einn leikurinn sem þeir skora undir 70 stig. Keflvíkingar komust áfram í sömu keppni eftir sigur á Breiðablik, 96:92 á heimavelli en þeir unnu fyrri leikinn með 22 stigum. Þá komust Grindvíkingar einnig áfram en þeir sigruðu Tindastól, 88:74, á heimavelli eftir að hafa gert jafntefli við þá á útivelli í fyrri umferðinni.4-liða úrslit og úrslitin í Kjörísbikarnum verða leikin í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024