Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 27. maí 2005 kl. 09:54

Enn eitt tap Grindavíkur

Grindvíkingar voru grátlega náægt því að tryggja sér fyrstu stig sumarsins þegar þeir sóttu ÍA heim í kvöld. Úrslitin voru 3-2 fyrir ÍA og hafa Grindvíkingar tapað fyrstu 3 leikjum sínum í sumar.

Útlitið hjá þeim var ágætt til að byrja með og voru þeir mun sterkari aðilinn þrátt fyrir að Skagamenn fengju hættuleg færi inn á milli. Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins og kom getunum yfir á 34. mín. Hann fékk fyrirgjöf frá hægri kanti og renndi boltanum framhjá markmanni ÍA.

Þannig stóðu leikar í hálfleik, en Skagamenn mættu mun beittari í seinni hálfleikinn. Þeir komust yfir með tveimur mörkum áður en Mounir Ahandour jafnaði leikinn  á 76. mín.

Allt útlit var fyrir jafntefli en þegar 3 mín voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Andri Júlíusson sigurmark heimamanna. Grindvíkingar rétt náðu að taka miðjuna áður en leikurinn var flautaður af.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024