Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Enn eitt jafnteflið hjá Grindavík
Föstudagur 16. júní 2006 kl. 11:51

Enn eitt jafnteflið hjá Grindavík

Grindavík og Valur skildu jöfn, 1-1, í Landsbankadeild karla í gærkvöldi. Þetta var þriðja jafntefli Grindvíkinga í röð en þeir náðu að halda markinu hreinu í 247 mínútur. Jóhann Þórhallsson gerði mark Grindavíkur en Matthías Guðmundsson jafnaði fyrir Val.

Valsmenn voru skeinuhættir strax í upphafi leiks og áttu fyrsta marktækifærið 5. mínútu en Colin Stewart var öruggur í Grindavíkurmarkinu.

Á 11. mínútu leiksins bjargaði Óli Stefán Flóventsson Girndvíkingum á síðustu stundu eftir leiftursókn Valsara og skömmu síðar misnotaði Garðar Gunnlaugsson ákjósanlegt marktækifæri.

Aðeins tveimur mínútum eftir þunga sóknarlotu Valsara fékk Ray Jónsson boltann á hægri kantinum og sendi þá langan bolta fram á Jóhann Þórhallsson sem slapp í gegn og skoraði framhjá Kjartani Sturlusyni í markinu með vinstri fótar skoti. Grindavík 1-0 Valur og fimmta mark Jóhanns í deildinni komið á blað.

Valsmenn voru ekki lengi að jafna sig eftir markið og héldu áfram að byggja upp góðar sóknarlotur en Grindavíkurvörnin stóð áhlaupið af sér. Liðin gengu því til hálfleiks í stöðunni 1-0 Grindavík í vil.

Gestirnir komu baráttuglaðir í síðari hálfleikinn og hreinlega þverfótuðu vart fyrir færum. Loks á 67. mínútu tókst þeim að skora og þar var að verki Matthías Guðmundsson. Grindavík 1-1 Valur og þar við sat og þriðja jafntefli Grindavíkur staðreynd.

Að Valsleiknum meðtöldum tókst Grindvíkingum að halda marki sínu hreinu í 247 mínútur en ofuráhersla á varnarleikinn hefur valdið því að Jóhann Þórhallsson hefur skorað meira en helming marka fyrir Grindavík. Þjálfara Grindavíkurliðsins bíður því ærinn starfi við að kippa sóknarleiknum í lag.

Grindvíkingar verma nú 6. sæti deildarinnar með 10 stig en Valsmenn hafa jafn mörg stig í 5. sæti.

Staðan í deildinni

[email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024