Enn einn titillinn í hús í Njarðvíkunum
Njarðvíkingurinn Bjarni Darri Sigfússon 14 ára, tók þátt á Íslandsmeistaramótinu í Íslenskri Glímu um helgina.
Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn aldursflokk örugglega og vann sér inn rétt til að taka þátt á hálandaleikum unglinga á næsta ári. Bjarni er nú íslandsmeistari í þremur bardagagreinum, Brazilian Jiu-jitsu( Njarðvík) Íslensk Glíma (Njarðvík) og Taekwondó (Keflavík). Hann hefur líka staðið sig mjög vel á Júdómótum þar sem hann varð annar á Íslandsmeistaramóinu í júdó 2013.
Bjarni er án efa einn efnilegasti bardagaunglingur landsins og á eftir að gera góða hluti ef fram heldur sem horfir.