Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn einn stórleikur Elvars
Mánudagur 13. mars 2017 kl. 09:34

Enn einn stórleikur Elvars

Skoraði 29 stig í sigri í úrslitakeppni

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var stigahæstur með 29 stig þegar lið hans Barry Bucs lögðu Eckard í úrslitakeppni D2 deild bandaríska háskólakörfuboltans. Elvar gaf auk þess 8 stoðsendingar og reif niður 5 fráköst. Var þetta fyrsti sigur Barry skólans á Eckard í 17 ár en lokatölur urðu 91:87 í spennandi leik. Barry spilar í næstu umferð gegn sterku liði Alabama Huntsville.

Hér má sjá Elvar í viðtali eftir leikinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024