VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Íþróttir

Enn einn sigurinn hjá Ragnheiði Söru
Sunnudagur 18. janúar 2015 kl. 22:28

Enn einn sigurinn hjá Ragnheiði Söru

Njarðvíkingurinn Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, fagnaði sigri á enn einu crossfitmótinu á erlendri grundu nú um helgina. Að þessu sinni sigraði Ragnheiður Sara á Athlete Games mótinu, sem fram fór í Manchester á Englandi. Að launum hlaut Ragnheiður Sara 7500 dali, eða tæplega milljón krónur.

Mótið stóð yfir í tvo daga en Ragnheiður Sara var með forystuna lengst af í keppninni. Hún hlaut að lokum 828 stig á meðan sú í öðru sæti hlaut 780. Alls voru tæplega 100 keppendur víðs vegar af úr Evrópu í kvennaflokki og mótið afar sterkt.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Hér í myndbandinu að neðan má sjá hvernig Sara fór að því að tryggja sér sigurinn.

Hér að neðan má sjá myndband frá keppninni þar sem Sara snarar 81 kílói.

VF jól 25
VF jól 25