Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn einn sigurinn hjá ÍRB
Mánudagur 1. mars 2004 kl. 12:27

Enn einn sigurinn hjá ÍRB

Lið ÍRB sigraði með glæsibrag í liðakeppni sundmóts KR um helgina. Röð þriggja efstu liða á mótinu var: ÍRB, SH og ÍA. Liðsmenn ÍRB stóðu sig mjög vel og voru oft með einstaklinga í þremur efstu sætunum í sömu greininni. Þá sigraði liðið í fimm af sex boðsundum mótsins og var telpnasveitin aðeins rúmlega sekúndu frá Íslandsmetinu í 4 x 50m fjórsundi.

 

Yngri flokkarnir voru að synda stórvel og þær stöllur Jóna Helena Bjarnadóttir, Diljá Heimisdóttir og Soffía Klemenzdóttir hirtu nánast öll verðlaun í meyjaflokknum. Soffía vann síðan sérverðlaun fyrir bestan samanlagðan árangur í meyjaflokki.

 

Á föstudagskvöldinu var síðan keppt í hinu svokallaða KR Super Challenge, en þá er keppt í 50m flugsundi með útsláttarkeppni undir dynjandi músík og flóðljósum. Lið ÍRB átti fjóra fulltrúa í þeirri keppni og einn  þeirra, Örn Arnarson, komst alla leið og sigraði á tíma rétt við Íslandsmetið. Telpnasveit ÍRB reyndi við Íslandmet í 4x100m flugsundi þá um kvöldið, og ljósin gerðu þeim svo sannarlega gott. Nýtt telpnamet leit dagsins ljós með bætingu uppá heilar sjö sekúndur. Sveitina skipuðu: Hafdís Ósk Pétursdóttir, Karítas Heimisdóttir, Marín Hrund Jónsdóttir og Helena Ósk Ívarsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024