Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Enn bætist í metasafn ÍRB
Föstudagur 16. desember 2005 kl. 09:45

Enn bætist í metasafn ÍRB

Fjögur ný aldursflokkamet voru sett á innanfélagsmóti ÍRB í fyrrakvöld.
Soffía Klemenzdóttir setti glæsilegt meyjamet í 400m skriðsundi á tímanum
4.47.72 og bætti þar með meyjamet Láru Hrundar Bjargardóttur frá 1993 um
1,34sek en gamla metið var 4.49.06.
Telpnasveit ÍRB bætti metið í 4 x 50m flugsundi þegar þær syntu á 2.11.16
en gamla metið var 2.13.12. Sveitina skipuðu þær Marín Hrund Jónsdóttir,
Elín Óla Klemenzdóttir, Hafdís Ósk Pétursdóttir og Jóna Helena
Bjarnadóttir.
Sveinasveitir ÍRB bætti tvö met. Í 4 x100m flugsundi þegar þeir syntu á
5.27.00 en gamla metið var 5.59.06. Sveitina skipuðu þeir Hermann Bjarki
Níelsson, Rúnar Ingi Eðvarðsson, Ingi Rúnar Árnason og Eyþór Ingi Júíusson.
Sveinasveitin bætti einnig metið í 4 x100m fjórsundi þegar þeir syntu á
5.10.53 en gamla metið var 5.18.07. Sveitina skipuðu þeir Hermann Bjarki
Níelsson, Rúnar Ingi Eðvarðsson, Ingi Rúnar Árnason og Vilberg Andri
Magnússon. Stórgóðar bætingar á þessum metum.
Ásamt þessum íslandsmetum í aldursflokkum þá féll einnig eitt nýtt
innanfélagsmet í meyjaflokki en það var hjá Soffíu Klemenzdóttur í 400m
skriðsundi.

ÍRB á 10 fulltrúa í landsliðshópum Sundsambandsins sem voru kynntir fyrir skemmstu. í unglingalandsliðinu eru: Bjarni Ragnar Guðmundsson, Hildiberg Aðalsteinsson, Elín Óla Klemenzdóttir, Guðni Emilsson, Hafdís Ósk Pétursdóttir, Helena Ósk Ívarsdóttir, Kristinn Ásgeir Gylfason og Marín Hrund Jónsdóttir.

í afrekslandsliðinu eru þau Birkir Már Jónsson og Erla Dögg Haraldsdóttir.

Þá má þess geta að fjórir sundmennn ÍRB fengu á dögunum úthlutað styrk frá ÍSÍ úr
Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna. Þeir sem
fengu styrk voru Erla Dögg Haraldsdóttir og Guðni Emilsson sem fengu fullan
styrk eða kr. 200.000 og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Helena Ósk
Ívarsdóttir sem fengu hálfan styrk eða kr. 100.000. Styrkur þessi afhendist gegn
útlögðum kostnaði við keppnisferðir með landsliðinu eða öðrum kostnaði sem
tengist sundiðkuninni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024