Enn bætast titlar í safn Keflvíkinga
7. flokkur Keflvíkinga Íslandsmeistari
7. flokkur kvenna í Keflavík tryggðu sér Íslandmeistaratitilinn í körfubolta í gær. Þær tryggðu titilinn með því að leggja granna sína frá Grindavík 47-26 í leik þar sem þær höfðu yfirhöndina frá upphafi. Yngri flokkar kvenna hjá Keflavík hafa verið gríðarlega sigursælir undanfarin ár og svo virðist einnig vera í ár.
Hjá Keflavík var Birna Benonýsdóttir þeirra atkvæðamest með 20 stig í leiknum en hjá Grindavík var það Hrund Skúladóttir sem lét mest að sér kveða. Karfan.is var á staðnum og þeir félagar tóku nokkrar ljósmyndir sem nálgast má á heimasíðu þeirra hérna.