Íþróttir

Engin æfing leiðinleg
Fimmtudagur 20. apríl 2017 kl. 09:47

Engin æfing leiðinleg

Körfuboltasnillingur vikunnar - Aldís Nanna

Aldís Nanna Kristjánsdóttir er körfuboltasnillingur vikunnar hjá Víkurfréttum. Hún æfir af kappi enda ætlar hún sér alla leið í körfunni. Hún styður sitt fólk í Keflavík þar sem Hörður Axel og Emelía Ósk eru eftirlætis leikmenn hennar.

Aldur og félag:
11 ára og æfi með Keflavík.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvað æfir þú oft í viku?
Ég æfi 9 sinnum í viku.

Hvaða stöðu spilar þú?
Ég spila allar stöður.

Hver eru markmið þín í körfubolta?
Að komast í meistaraflokk og landsliðið.

Skemmtilegasta æfingin?
1 á 1 og skotæfingar.

Leiðilegasta æfingin?
Engin æfing leiðinleg.

Eftirlætis körfuboltamaður/kona á Íslandi?
Hörður Axel og Emelía Ósk.

Eftirlætis körfuboltamaður/kona í NBA?
Stephen Curry.

Lið í NBA?
Golden State Warriors.