Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Endurtaka Keflvíkingar leikinn frá 2004?
Íslandsmeistarar Keflavíkur 2004, í karla- og kvennaflokki.
Föstudagur 22. mars 2024 kl. 13:56

Endurtaka Keflvíkingar leikinn frá 2004?

„Laugardagurinn 23. mars er stór dagur hjá okkur Keflvíkingum.  Bæði liðin okkar  í meistaraflokki körfunnar leika til úrslita í Bikarkeppni KKÍ.  Slíkt hefur ekki gerst síðan 2004 eða í 20 ár en þá vann Keflavík tvöfalt,“ segir Björg Hafsteinsdóttir, formaður Keflavíkur í pistli til stuðningsmanna. 

„Keflavík er nú að jafna met KR sem hefur líka 7 sinnum átt bæði lið í bikarúrslitum á sama ári.  Aðeins 2 önnur félög hafa unnið tvöfalt (KR 1977 og ÍS 1978).  Keflavík er eina félagið sem hefur gert það oftar en einu sinni og Keflavík á nú möguleika á að vinna báða bikarana í 5. sinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við sem Keflvíkingar ætlum að fjölmenna í höllina á laugardaginn og styðja okkar lið til sigurs.  Félagsvitund er mikilvæg.  Að vera hluti af félagi er gott fyrir alla og svona stór viðburður er góður vettvangur til að efla félagsvitund.  Ég hvet alla Keflvíkinga til að mæta og sérstaklega foreldra barna sem æfa íþróttir með Keflavík að koma með börnin í Höllina. Þetta er mikil skemmtun og stór upplifun fyrir börnin að sjá að við erum stór, sameinuð og við hvetjum okkar lið saman.  Þarna horfa þau á sínar fyrirmyndir sem hvetur þau til dáða að ná árangri sjálf í íþróttum.

Við erum að skrifa söguna og ætlum að halda því áfram. 

Hlakka til að sjá ykkur í Höllinni,

 ÁFRAM KEFLAVÍK

 Björg Hafsteinsdóttir.

Hér að neðan má sjá umfjöllun Víkurfrétta um bikarsigrana. (Sjá VF á timarit.is)