Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

EMU: Birkir og Helena enn frá sínu besta
Föstudagur 15. júlí 2005 kl. 12:20

EMU: Birkir og Helena enn frá sínu besta

Þau Birkir Már Jónsson og Helena Ósk Ívarsdóttir, sundmenn frá ÍRB, eru enn nokkuð frá sínu besta á Evrópumóti unglinga í sundi sem haldið er í Búdapest.

Birkir synti á 4.17,28 mínútum í 400 metra skriðsundi í morgun en hans besti tími í ár er 4.16,58 mínútur. Helena Ósk var tæpum fjórum sekúndum frá sínum besta tíma í ár þegar hún keppti í 200 metra bringusundi í morgun. Synti hún á 2.46,55 mínútum en hennar besti tími er 2.42,03 í ár.

„Þessir tímar hjá Birki og Helenu eru ekki í samræmi við þær væntingar sem krakkarnir og ég lögðum upp með en það er vonandi að hlutirnir fara að ganga upp,“ sagði Steindór Gunnarsson, yfirþjálfari sundhóps ÍRB, í samtali við Víkurfréttir í dag. „Helena á sína aðalgrein eftir á morgun sem er 100 metra bringusund og Birkir á þrjár greinar eftir og ég vonast til að árangurinn verði jákvæðari en það sem af er,“ sagði Steindór að lokum.

Sunddeild Keflavíkur

Sunddeild Njarðvíkur

VF-mynd/ Helena og Birkir á Smáþjóðaleikunum í Andorra

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024