Emma með gull á Íslandsmótinu í borðtennis
Borðtennisfélag Reykjanesbæjar tók þátt í Íslandsmótinu í borðtennis sem fór fram í húsakynnum TBR í Reykjavík um síðustu helgi. Keppendur BR stóðu sig með prýði og komu til baka með fjórar medalíur.

Emma Niznianska, sem keppir í öðrum flokki kvenna, vann til gullverðlauna í sínum flokki og þá vann Emma einnig til bronsverðlauna í tvenndarleik þegar hún paraði sig með Þorbergi Frey Pálmarssyni úr BH.
Í öðrum flokki karla hafnaði BR í öðru og þriðja sæti. Krystian May-Majewski landaði silfurverðlaunum og Piotr Herman, formaður BR, var með brons.



 
	
				 
					


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				