Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Emil Páskameistari Hressra Hróka
Fimmtudagur 14. apríl 2011 kl. 09:54

Emil Páskameistari Hressra Hróka

Páskamót Hressra Hróka fór fram í Björginni í gær og eftir æsispennandi baráttu stóð Emil Ólafsson uppi sem sigurvegari. „Þetta voru allt Suðurnesjamenn sem kepptu og meðlimir í Hressum Hrókum, skákfélagi Bjargarinnar, fyrir utan einn gestakeppanda. Þetta var rosalega gaman og mikið fjör á mótinu,“ sagði Emil.

Allir fengu skákbók að eigin vali frá Skáksambandi Íslands og þá er ljóst að Emil Ólafsson, afmælisbarn dagsins, er nýr páskaskákmeistari Hressra Hróka en þess má geta að Erlingur sem tefldi sem gestur átti einnig afmæli í gær þannig að það er greinilegt að 13. apríl er góður dagur til þess að eiga afmæli fyrir skákmenn. Einnig vilja hinir Hressu Hrókar óska Garry Kasparov til hamingju með 48 ára afmælið sitt í gær.

Úrslitin úr páskamótinu:

1. Erlingur Arnarson með 7.5v (gestakeppandi)
2. Emil Ólafsson með 7v
3. Kiddi Óla með 6.5v
4-5. Björn Þorvaldur Björnsson og Björgúlfur Stefánsson með 5v
6-7. Böðvar og Gunnar Björn með 3v
8. Brynhildur með 2v
9. Elísa með 1v
10. Skotta með 0v

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024