Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Emil Barja íþróttamaður Voga 2015
Körfuknattleiksmaðurinn Emil Barja er íþróttamaður Voga árið 2015. Mynd: www.vogar.is
Þriðjudagur 12. janúar 2016 kl. 09:31

Emil Barja íþróttamaður Voga 2015

Körfuknattleiksmaðurinn Emil Barja er íþróttamaður Voga árið 2015. Hann var verðlaunaður við hátíðlega athöfn í Álfagerði í Vogum sl. laugardag. Fjórir íþróttamenn voru tilnefndir að þessu sinni en þeir eru í stafrófsröð: Emil Barja - Körfuknattleiksmaður, Friðrik Valdimar Árnason - Knattspyrnumaður, Jónas Bragi Hafsteinsson - Handknattleiksmaður og Ragnar Bjarni Gröndal – Akstursíþróttamaður

Þessir fjórir íþróttamenn tóku við tilnefningum fyrir góðan árangur á árinu 2015 og síðan var Emil Barja útnefndur íþróttamaður Voga af frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga.

Á yfirstandandi tímabili er Emil með 7,5 stig, 7,3 fráköst og 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Á árinu 2015 rauf Emil 200 leikja múrinn fyrir meistaraflokk Hauka, var valinn mikilvægasti leikmaðurinn sem og bestur að mati stuðningsmanna. Hann var svo valinn í æfingahóp A landsliðsins fyrir þátttöku liðsins á EM. Sem fyrirliði leiddi hann svo lið Hauka í undanúrslit Íslandsmótsins vorið 201, segir á vef Sveitarfélagsins Voga.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024