Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Emelía sleit krossbönd
Föstudagur 8. desember 2017 kl. 16:09

Emelía sleit krossbönd

Emelía Ósk Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur í Domino´s deild kvenna í körfu og íslenska landsliðsins, meiddist í leik Skallagríms og Keflavíkur í vikunni og nú hefur komið í ljós að Emelía sleit krossbönd og því líklegt að tímabilinu hennar í körfunni sé lokið.

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, segir í samtali við Víkurfréttir að það sé mjög slæmt að missa jafn frábæran leikmann og karakter og Emelíu. Þetta sé mikið áfall fyrir hana og liðið en hún muni koma enn sterkari til baka. Hann sagði einnig að erfitt verði að fylla skarð Emelíu, enda sé hún ein af bestu leikmönnum landsins, en stelpurnar muni hjálpast að við það.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Emelía fór í myndatöku í morgun og hittir lækni á miðvikudaginn þar sem farið verður yfir framhaldið hjá henni. Hún segist mjög svekkt þar sem nóg sé eftir af tímabilinu og einnig séu verkefni með landsliðinu framundan sem hún nú getur ekki tekið þátt í.