Emelía Rut valin „Akstursíþróttakona 2017“
Emelía Rut Hólmarsdóttir Olsen, hjá Akstursíþróttafélagi Suðurnesja, AÍFS, var valin „Akstursíþróttakona 2017“ hjá Akstursíþróttasambandi Íslands.
Emelía er aðstoðarökumaður í rally og keppir nú á sínu fyrsta ári, en hún ásamt Ragnari Gröndal tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Ab Varahlutaflokki nú í sumar. Þar lentu þau í 5. sæti í fyrstu keppni en sigruðu svo næstu þrjár keppnir og titillinn var þar með í höfn. Mikill barátta var í þeim flokki í sumar og að meðaltali tíu bílar skráðir í flokkinn í hverju ralli.
Emelía einnig í stjórn AÍFS, ásamt því að keppa í rallí, og einnig í varastjórn ÍRB. Úrslitin voru kunngerð í húsnæði ÍSÍ í síðustu viku en þar fór fram verðlaunaafhending fyrir Íslandsmeistara 2017. AÍFS átti þar fjóra Íslandsmeistara, en ásamt Emelíu var Ragnar Gröndal ökumaður í Ralli, Eiríkur Kristjánsson fyrir 2000cc flokk í rallycrossi og Ágúst Aðalbjörnsson einnig opna flokknum í rallycrossi.