Emelía Ósk aftur í Keflavík
Samkvæmt frétt á vefnum Karfan.is er Emelía Ósk Gunnarsdóttir að ganga á ný til liðs við topplið Keflavíkur fyrir seinni helming deildarkeppninnar í Subway-deild kvenna. Samkvæmt sömu frétt hefur Emelía Ósk staðfest þetta en hún hefur verið erlendis í námi frá tímabilinu 2020–2021.
„Ljóst er að um mikinn liðstyrk er að ræða fyrir Keflavík en síðast þegar að Emelía lék fyrir Keflavík skilaði hún níu stigum, fjórum fráköstum og tveimur stoðsendingum að meðaltali í leik fyrir liðið. Þá lék hún einnig sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland átján ára gömul árið 2016 og allt til ársins 2021 lék hún ellefu leiki fyrir liðið.“