Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Emelía lykilleikmaður umferðarinnar
Miðvikudagur 14. desember 2016 kl. 11:35

Emelía lykilleikmaður umferðarinnar

Lykilleikmaður 12. umferðar Dominos deildar kvenna er leikmaður Keflavíkur, Emelía Ósk Gunnarsdóttir. Þetta kemur fram á Karfan.is. Í góðum 20 stiga sigri Keflavíkur á grönnum sínum frá Njarðvík skoraði Emelía 14 stig, tók 13 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum. Þetta er í þriðja skiptið í vetur sem að Emelía er leikmaður umferðarinnar. Aðeins Carmen Tyson-Thomas hefur oftar verið það, eða í 4 skipti.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024