Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Embla með stórleik í liði Grindavíkur
Mánudagur 13. nóvember 2017 kl. 09:34

Embla með stórleik í liði Grindavíkur

Grindavík mætti Hamri í 1. deild kenna í körfu í gærkvöldi. Þær Angela Rodriguez og Embla Kristínardóttir spiluðu báðar með liði Grindavíkur en Angela hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði og var þetta hennar annar leikur með Grindavík í vetur. Embla er í landsliðsverkefnum þessa dagana og átti stórleik með Grindavík en hún var meðal annars með 16 fráköst. Angela var stigahæst í liði Grindavíkur en fór meidd út af í þriðja leikhluta.

Með sigrinum komst Grindavík í annað sætið en þær ætla sér stóra hluti í deildinni í vetur og stefnan er tekin á Domino´s deildina á næsta ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigahæstar í liði Grindavíkur voru Angela Rodriguez með 19 stig, Embla Kristínardóttir 15 stig og 16 fráköst, 5 stoðsendingar og 7 stolnir boltar, Anna Ingunn Svansdóttir 11 stig, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 9 stig, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 6 stig og Elísabet María Magnúsdóttir 4 stig.