Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

EM spekingar: Veisla í Noregi ef Ísland fer áfram
Þriðjudagur 14. júní 2016 kl. 05:00

EM spekingar: Veisla í Noregi ef Ísland fer áfram

Grindvíkingurinn Daníel Leó spáir í spilin

Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson ætlar að fylgjast með EM í Noregi þar sem hann leikur sem atvinnumaður með Álasund. Hann býst við miklum veisluhöldum í Noregi ef Íslendingar komast upp úr riðli sínum á mótinu. Ísland hefur leik í kvöld, en leikurinn er gegn Ronaldo og félögum í Portúgal og hefst klukkan 19:00.

Hverjir vinna EM?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég held að Þjóðverjar komi sterkir til leiks og taki þetta.

Hvaða veitingar/drykki ertu að vinna með yfir leikjum íslenska liðsins?

Það verður ekkert sérstakt á boðstólnum nema Ísland komist upp úr riðlinum þá verður haldin Íslendingaveisla í Álasund.

Hvernig koma Suðurnesjamennirnir til með að standa sig á mótinu?

Arnór Ingvi stimplar sig örugglega vel inn en held að Ingvar fái ekki margar mínútur.

Hvernig finnst þér nýi búningurinn hjá landsliðinu?

Ég á ekki treyju en mér finnst hann verða flottari með hverjum leiknum.

Hvar á að horfa á leikina og með hverjum?

Það verður fylgst vel með heima í Noregi. Ég og kærastan horfum og ætli við Íslendingarnir í liðinu munum ekki hittast og horfa saman.

Hvernig mun Íslendingum ganga?

Held að við munum ná að koma á óvart. Ísland og Austurríki verða í harðri baráttu um annað sætið.