Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

EM spekingar: Komumst upp úr riðlinum
Jón Ragnar ásamt fjölskyldu sinni í Frakklandi.
Fimmtudagur 16. júní 2016 kl. 09:45

EM spekingar: Komumst upp úr riðlinum

Jón Ragnar spáir í spilin

Jón Ragnar Ástþórsson er einn af fjölmörgum Suðurnesjamönnum sem ætlar að bregða sér til Frakklands og sjá strákana okkar spila á EM. Jón telur að okkar maður, Arnór Ingvi Traustason eigi eftir að fá tækifæri á mótinu og spáir því að Íslands komist í 8-liða úrslit.

Hverjir vinna EM?
Þýskaland eru alltaf „safe bet“ en ég held að Frakkarnir taki þetta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaða veitingar/drykki ertu að vinna með yfir leikjum íslenska liðsins?
Þar sem að ég verð staddur á Spáni þegar fyrsti leikurinn verður, ég verð á öðrum leiknum og verð á Orkumótinu í Eyjum þegar sá þriðji verður verða veitingarnar dálítið misjafnar. Eitthvað segir mér þó að bjór, burger, tapas og snakk komi við sögu.

Hvernig koma Suðurnesjamennirnir til með að standa sig á mótinu?
Ég hef trú á að Arnór Ingvi eigi eftir að spila stærra hlutverk en margan grunar. Framtíðar landsliðmaður á ferð og ört vaxandi. Með fullri virðingu fyrir Ingvari vona ég að hann þurfi ekki að setja á sig hanskana. En ef að Hannes forfallast þá myndi ég vilja sjá hann koma inn frekar en Ögmund.

Hvernig finnst þér nýi búningurinn hjá landsliðinu?
Mér finnst nýji búningurinn flottur. Á hann reyndar ekki, en ég á búninginn sem var notaður á undan honum og ætla að láta hann duga í Marseille

Hvar á að horfa á leikina og með hverjum?
Eins og ég segi, þá horfi ég á Portúgal leikinn á spáni, nánar tiltekið í Premia de Mar sem er lítill bær rétt fyrir utan Barcelona. Þar komum við öll saman fjölskyldan, pabbi og mamma og við systkinin með maka og börn. Við horfum á leikinn á La Lió sem er barinn okkar í Premía. Við förum svo öll saman til Frakklands og horfum á leikinn við Ungverjaland. Síðasta leikinn horfi ég svo á í Eyjum eða á leiðinni þangað þar sem að einn af drengjunum mínum er að fara að keppa á Orkumótinu.

Hvernig mun Íslendingum ganga?
Ísland kemst uppúr riðlinum og eins og við vitum þá getur allt gerst í útsláttarkeppni. Eigum við ekki að vera bjartsýn og segja að við komumst í 8-liða úrslit.