Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

EM spekingar: Íslendingar koma á óvart
Sunnudagur 12. júní 2016 kl. 09:00

EM spekingar: Íslendingar koma á óvart

Bentína Frímannsdóttir spáir í spilin

Bentína Frímannsdóttir knattspyrnukona úr Grindavík heldur að Íslendingar eigi eftir að koma á óvart á Evrópumótinu. Hún ætlar að sjálfsögðu að fylgjast með öllum leikjunum og gera sér glaðan dag.

Hverjir vinna EM?
Mér finnst Þjóðverjar mjög líklegir til þess að vinna mótið eða Spánverjar. Ætla að tippa á að annað hvort liðið vinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaða veitingar/drykki ertu að vinna með yfir leikjum íslenska liðsins?
Ég hugsa að það verði mikið grillað á meðan EM stendur yfir og ætli það verði ekki bjór á kallinn og kók á óléttu konuna.

Hvernig munu Suðurnesjamennirnir standa sig á mótinu?
Ég vona innilega að þeir fái tækifæri og ef svo er þá held ég að þeir muni standa sig vel.

Hvernig finnst þér nýi búningurinn hjá landsliðinu?
Mér finnst hann ágætur, fyrst var ég ekki alveg nógu sátt en hann venst vel. Ég á ekki treyju en hugsa að ég fái mér.

Hvar á að horfa á leikina og með hverjum?
Alltaf skemmtilegast að horfa á EM í góðra vina hópi og með fjölskyldunni.

Hvernig mun Íslendingum ganga?
Held þeir eigi eftir að koma á óvart en það verður erfitt að komast upp úr þessum riðli. Vona samt það besta.