Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar og Salbjörg best hjá Njarðvík
umfn.is/ Verðlaunahafar meistaraflokka; Maciej Baginski, Elvar Már Friðriksson, Ágúst Orrason, Erna Hákonardóttir, Salbjörg Sævarsdóttir og Guðlaug Björt Júlíusdóttir.
Miðvikudagur 15. maí 2013 kl. 10:43

Elvar og Salbjörg best hjá Njarðvík

Uppskeruhátíð körfuboltans í Njarðvík fór fram á dögunum þar sem Elvar Már Friðriksson og Salbjörg Sævarsdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokka félagsins. Rúmlega 100 manns skemmtu sér konunglega á hófinu sem var haldið í Safnaðarheimilinu í Innri Njarðvík. Veislustjórn var í höndum Ásgeirs Guðbjartssonar fyrrum leikmanns félagsins. Nokkur skemmtiatriði vöktu mikla lukka hjá gestum en Hreimur Örn sá svo um að skemmta fólki fram eftir nóttu.

Efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna: Guðlaug Björt Júlíusdóttir
Besti varnarmaður meistaraflokks kvenna: Erna Hákonardóttir
Besti leikmaður meistaraflokks kvenna: Salbjörg Sævarsdóttir
Efnilegasti leikmaður meistaraflokks karla: Ágúst Orrason
Besti varnarmaður meistaraflokks karla: Maciej Baginski
Besti leikmaður meistaraflokks karla: Elvar Már Friðriksson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar á heimasíðu Njarðvíkinga.