Elvar og félagar hefja leik í kvöld
Frumraunin í háskólaboltanum
Elvar Már Friðriksson og félagar í LIU háskólanum í Broooklyn hefja leik í háskólaboltanum í körfubolta í kvöld. Þá leikur liðið gegn St. John's skólanum en leikurinn hefst klukkan 00:30 á íslenskum tíma. Njarðvíkingurinn Elvar gekk til liðs við skólann í haust en þar má einnig finna KR-inginn Martin Hermannsson.
Hér að neðan má sjá viðtal við þjálfara LIU liðsins en þar segist hann búast við miklu af Íslendingunum hæfileikaríku. Einnig er sýnt frá æfingum liðsins.