Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar nýliði vikunnar í háskólaboltanum
Þriðjudagur 16. desember 2014 kl. 09:51

Elvar nýliði vikunnar í háskólaboltanum

Stigahæstur í sínu liði

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var valinn nýliði vikunnar í North Eastern Conference riðlinum í NCAA háskólaboltanum í körfubolta. Elvar sem leikur með LIU Brooklyn skólanum, skoraði13,5 stig, gaf 6 stoðsendingar, tók 5 fráköst og stal 2 boltum að meðaltali í leik í vikunni. Þar að auki skaut hann 66,7% utan af velli og setti niður 50% af þriggja stiga skotum sínum.

Elvar er stigahæstur í liði LIU með 10,4 stig í leik og er annar í NEC riðlinum í stoðsendingum með 4,8 í leik.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024