Elvar með stórleik í sigri
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson spilaði frábærlega í sigurleik Barry háskólans gegn Tampa í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta í gær. Elvar skoraði 19 stig og gaf sjö stoðsendingar og tapaði aðeins einum bolta í leiknum.
Elvar hefur verið ansi iðinn við að finna samherja sína en hann er í fjórða sæti í sinni deild yfir flestar stoðsendingar í leik.