Elvar Már fékk Elfarsbikarinn
Lokahóf yngri flokka í körfunni hjá Njarðvík var haldið í Ljónagryfjunni í gærkvöld og var frábær mæting á hófið bæði hjá iðkendum og foreldrum. Veittar voru einstaklingsviðurkenningar, Elfarsbikarinn afhentur og þá fengu allir iðkendur 10 ára og yngri viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna í vetur.
Hápunkturinn í gær var afhending Elfarsbikarsins en þetta var í 23. sinn sem bikarinn er afhentur efnilegasta leikmanni félagsins. Elfarsbikarinn er gefinn af fjölskyldu Elfars Jónssonar sem lék í yngri flokkum UMFN á sínum tíma en hann lést langt fyrir aldur fram. Það var Jón Þór Elfarsson, sonur Elfars heitins, sem afhenti bikarinn en að þessu sinni var það Elvar Már Friðriksson leikmaður í drengjaflokki, unglingaflokki og meistaraflokki sem er handhafi bikarsins.
Elvar Már er fæddur árið 1994 og hefur leikið upp alla yngri flokka félagsins. Hann hefur verið í öllum unglingalandsliðum Íslands (U15-U16-U18) og varð m.a. Norðurlandameistari 2010 og er nýkominn heim af NM þar sem hann og samherjar hans í U18 hlutu silfurverðlaun. Elvar Már er frábær fyrirmynd sem æfir gríðarlega vel og hefur tekið stórstígum framförum í vetur og var bæði vallinn besti leikmaður meistaraflokks karla á vordögum sem og besti ungi leikmaður Iceland Express deildar karla á lokahófi KKÍ á dögunum. Viðtal við Elvar mun birtast í næstu Víkurfréttum.
Eftirtaldir leikmenn hlutu viðurkenningar:
Minnibolti stúlkna
Mestu framfarir: Gunnhildur Aradóttir
Efnilegasti leikmaður: Guðrún Kristjánsdóttir
Mikilvægasti leikmaður: Helena Rut Traustadóttir
Minnibolti drengja
Mestu framfarir. Jón Ragnar Magnússon
Efnilegasti leikmaður: Atli Geir Gunnarsson
Mikilvægasti leikmaður: Brynjar Atli Bragason
7. flokkur kvenna
Mestu framfarir: Helga Rún Proppé
Efnilegasti leikmaður: Hera Sóley Sölvadóttir
Mikilvægasti leikmaður: Erna Freydís Traustadóttir
7. flokkur karla
Mestu framfarir: Ólafur Bergur Ólafsson
Efnilegasti leikmaður: Rafn Edgar Sigmarsson
Mikilvægasti leikmaður: Gabríel Sindri Möller
8. flokkur kvenna
Mestu framfarir: Ása Böðvarsdóttir
Efnilegasti leikmaður: Björk Gunnarsdóttir
Mikilvægasti leikmaður: Þuríður Birna Björnsdóttir
8. flokkur karla
Mestu framfarir: Valgeir Leifur Vilhjálmsson
Efnilegasti leikmaður: Hermann Ingi Harðarson
Mikilvægasti leikmaður: Adam Eiður Ásgeirsson
9.flokkur kvenna
Mestu framfarir: Svala Sigurðardóttir
Efnilegasti leikmaður: Harpa Hrund Einarsdóttir
Mikilvægasti leikmaður: Karen Dögg Vilhjálmsdóttir
9. flokkur karla
Mestu framfarir: Ágúst Einar Ágústsson
Efnilegasti leikmaður: Kristinn Pálsson
Mikilvægasti leikmaður: Ragnar Helgi Friðriksson
Fleiri vinningshafar á umfn.is.
Mynd umfn.is: Jón Þór Elfarsson, sonur Elfars Jónssonar heitins afhenti Elvari Má Friðrikssyni Elfarsbikarinn.