Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar fór hamförum í síðasta leiknum
Mánudagur 27. febrúar 2017 kl. 10:50

Elvar fór hamförum í síðasta leiknum

Skoraði 37 stig í sigurleik

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti sinn besta leik í háskólakörfuboltanum þegar hann skoraði 37 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 5 fráköst um helgina. Leikurinn var sá síðasti fyrir útslitakeppni þar sem Barry, lið Elvars, lagði Embry Riddle 113:102. Elvar hittir úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum og í heildina hitti hann úr 11 af 18 skotum sínum í leiknum.  

Skólinn náði í 21 sigur á leiktíðinni og tapaði fimm sinnum. Úrslitakeppnin hefst 1. mars.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024