Íþróttir

Elvar er orðinn leikmaður Njarðvíkinga
Föstudagur 9. nóvember 2018 kl. 22:17

Elvar er orðinn leikmaður Njarðvíkinga

Nú fyrir stundu staðfesti Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson þau tíðindi að Elvar Már Friðriksson er vissulega á leið í Njarðvík þar sem hann mun leika með uppeldisfélaginu. „Ég ræð mér varla fyrir kæti,“ sagði Teitur þegar hann greindi frá fréttunum í sjónvarpsþættinum Körfuboltakvöldi.

Elvar var á mála hjá franska liðinu Denain þar sem hans krafta var ekki óskað lengur. „Ég er ekki að búast við því á fyrsta ári mínu í atvinnumennsku að geta ýtt bara öllum öðrum til hliðar bara til þess að þóknast sjálfum mér. Þetta er þolinmæðisvinna og tekur klárlega á hausinn,“ sagði Elvar í samtali við Víkurfréttir á dögunum. „Það er erfitt að vera stöðugur þegar það eru tíu atvinnumenn með þér í liði sem vilja skila sínum tölum. Maður kemst ekki að í öllum leikjum,“ bætti hann við.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024