Elvar eldheitur gegn Florida
16 stig og 12 stoðsendingar í stórsigri
Bakvörðurinn snjalli Elvar Már Friðriksson heldur áfram að láta til sín taka í bandaríska háskólakörfuboltanum. Hann átti stórleik fyrir Barry University í gær þegar hann skoraði 16 stig og gaf 12 stoðsendingar í stórsigri gegn Florida South skólanum. Elvar hitti einstaklega vel í leiknum og stal boltanum einnig tvisvar.
Eins og fjallað hefur verið um áður er Elvar með flestar stoðsendingar allra í 2. deild háskólaboltans eða um átta stykki í leik. Þarna bætti hann um betur og fór fyrir liði sínu í 63:101 sigri.