Elvar bestur það sem af er tímabili
Bakvörðurinn Elvar Friðriksson er besti leikmaður úrvalsdeildar karla í körfubolta hingað til að mati Morgunblaðsins. Elvar hefur leikið afbragðs vel og er einn Suðurnesjamanna í fimm manna úrvalsliði Mogga manna. Elvar hefur skorað tæp 25 stig að meðaltali í vetur og er þar í fjórða sæti yfir leikmenn deildarinnar. Hann er þar efstur íslenskra leikmanna en aðeins hann og Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson komast á topp 10 með erlendu leikmönnunum.
Elvar er svo þriðji stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar en þar er hann einnig efstur meðal íslenskra leikmanna. Þegar kemur að framlagsstigum er Elvar aftur efstur íslenskra leikmanna með rúm 25 slík stig í fjórða sæti.