Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elsa og Hörður íþróttafólk Reykjanesbæjar 2021
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 31. desember 2021 kl. 12:57

Elsa og Hörður íþróttafólk Reykjanesbæjar 2021

Kjöri á íþróttafólki Reykjanesbæjar 2021 var lýst í útsendingu á fésbókarsíðu Víkurfrétta á gamlársdag.

Íþróttakarl ársins í Reykjanesbæ 2021 landsliðsmaðurinn, deildarmeistarinn og leikmaður ársins í Dominos-deild karla, Hörður Axel Vilhjálmsson.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íþróttakona ársins í Reykjanesbæ 2021 með átta heimsmet, 50 Íslandsmet, Íslandsmeistarinn, Norðurlandameistarinn og heimsmeistarinn Elsa Pálsdóttir.

„Síðustu tvö ár hafa verið ótrúleg í íþróttasögu Reykjanesbæjar þar sem Covid-veiran hefur reynst okkur erfið. Engu að síður hefur okkur tekist að halda lífi í íþróttum í bænum og er það helst að þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja hönd á plóg ég vil þakka þessu fólki fyrir ótrúlega vinnu í gegnum kófið.

Á 25 ára sögu ÍRB hefur alltaf á gamlársdag verið hægt að uppskera eftir árið og krýna íþróttafólk ársins en árið 2020 þurftum við að fella allt niður og ákváðum að velja ekki íþróttamann ársins, allt árið 2021 höfum við verið fastákveðin í að það muni ekki gerast aftur. Það hefur heldur betur blásið móti okkur og erum við búin að fella niður allt samkomuhald utan um þessa tilnefningu og komin hingað á skrifstofu Víkurfrétta til þess að kynna einungis val á Íþróttakarli og Íþróttakonu ársins í Reykjanesbæ,“ sagði Guðbergur Reynisson, formaður ÍRB, við þetta tækifæri.

Íþróttamenn og -konur ársins

Hér er listi yfir íþróttamenn hverrar greinar innan Íþróttabandalags Reykjanesbæjar en 26 félög eru aðilar að ÍRB. Aftan við nafnið er fæðingarár og sést vel hve breiddin er mikil en elsti er 61 árs en yngsti níu ára.

Vegna sóttvarnareglna var árleg uppskeruhátíð ÍRB ekki haldin í íþróttahúsi Njarðvíkur þetta árið en fundinn verður dagur í janúar til þess að veita þessum íþróttamönnum viðurkenningar og þeim 116 Íslandsmeisturum sem unnu til verðlauna árið 2021.

Knattspyrnumaður Reykjanesbæjar
Keflavík Sindri Kristinn Ólafsson 1997

Knattspyrnukona Reykjanesbæjar
Keflavík Natasha Moraa Anasi 1991

Sundmaður Reykjanesbæjar
Keflavík Már Gunnarsson 1999

Sundkona Reykjanesbæjar
Keflavík Eva Margrét Falsdóttir 2005

Blakíþróttamaður Reykjanesbæjar
Keflavík Gunnar Ægisson 2005

Blakíþróttakona Reykjanesbæjar
Keflavík Valdís Guðmundsdóttir 1992

Fimleikamaður Reykjanesbæjar
Keflavík Heiðar Geir Hallsson 2006

Fimleikakona Reykjanesbæjar
Keflavík Margrét Júlía Jóhannsdóttir 2007

Körfuknattleiksmaður Reykjanesbæjar
Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson 1988

Körfuknattleikskona Reykjanesbæjar
Keflavík Anna Ingunn Svansdóttir 2001

Taekwondomaður Reykjanesbæjar
Keflavík Jón Ágúst Jónsson 2007

Taekwondokona Reykjanesbæjar
Keflavík Dagfríður Pétursdóttir 1977

Hestaíþróttakona Reykjanesbæjar
Hmf Máni Signý Sól Snorradótir 2004

Júdómaður Reykjanesbæjar
JRB Daníel Dagur Árnason 2003

Glímumaður Reykjanesbæjar
UMFN Gunnar Örn Guðmundsson 2003

Glímukona Reykjanesbæjar
UMFN Heiðrún Fjóla Pálsdóttir 1999

Kraftlyftingamaður Reykjanesbæjar
UMFN Sindri Freyr Arnarsson 1992

Kraftlyftingakona Reykjanesbæjar
UMFN Elsa Pálsdóttir 1960

Lyftingarmaður Reykjanesbæjar
UMFN Emil Ragnar Ægisson 1994

Lyftingakona Reykjanesbæjar
UMFN Katla Björk Ketilsdóttir 2000

Karlkylfingur Reykjanesbæjar
GS Logi Sigurðsson 2002

Kvenkylfingur Reykjanesbæjar
GS Fjóla Margrét 2007

Borðtennismaður Reykjanesbæjar
BR Dawid May Majewski 2012

Frisbímaður Reykjanesbæjar
Frisbífélag RNB Freyr Marino Valgarðsson 1989

Hnefaleikamaður Reykjanesbæjar
HFR Haraldur Hjalti Maríusson 2002

Hnefaleikakona Reykjanesbæjar
HFR Hildur Ósk Indriðadóttir 1983

Íþróttamaður fatlaðra Reykjanesbæjar
Nes Ástvaldur Bjarnason 1992

Íþróttakona fatlaðra Reykjanesbæjar
Nes Bryndís Brynjólfsdóttir 1986

Akstursíþróttamaður Reykjanesbæjar
AIFS Garðar Gunnarsson 1963

Akstursíþróttakona Reykjanesbæjar
AIFS Bergþóra Káradóttir 2004