Ellefu gul spjöld á loft í tapi Víðis
Víðir Garði tók á móti Völsungi í annari deild karla í knattspyrnu um helgina. Leikurinn endaði með 2-3 sigri Völsungs en alls fóru ellefu gul spjöld á loft í leiknum.
Völsungur komst yfir á 14. mínútu leiksins og á 32. mínútu fengu þeir vítaspyrnu og voru því komnir í tveimur mörkum yfir gegn engu hjá heimamönnum. Nathan Ward skoraði rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og náði að minnka muninn fyrir Víðismenn.
Í seinni hálfleik náði Völsungur að komast í 3-1 forystu á 71. mínútu en í uppbótartíma seinni hálfleiks skoraði Pawel Grudzinski annað mark Víðis og lokatölur leiksins 2-3, Víðir er því með eitt stig eftir tvo leiki í deildinni en liðið gerði jafntefli gegn Hetti í fyrstu umferðinni.
Víðir 2 - 3 Völsungur
0-1 Victor Pehr Emanuel Svensson ('18)
0-2 Guðmundur Óli Steingrímsson ('32)
1-2 Nathan Ward ('45)
1-3 Bjarki Baldvinsson ('71)
2-3 Pawel Grudzinski ('90, víti)