Elís Kristjánsson ráðinn þjálfari 2. flokks hjá Keflavík
Knattspyrnuþjálfarinn Elís Kristjánsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá 2. flokki Keflavíkurkvenna. Elís hefur verið yfirþjálfari stúlknaflokka hjá Keflavík til fjölda ára en mun nú starfa náið með Salih Heimi Porca, þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Keflavík.
Stjórn ksd Keflavík bindur miklar vonir við samstarf Elís og Salih Heimis með kvennaknattspyrnuna í sumar.