Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elínora og Róbert stigameistarar GS
Mánudagur 12. september 2011 kl. 10:59

Elínora og Róbert stigameistarar GS

Tveir ungir og efnilegir kylfingar í Golfklúbbi Suðurnesja, þau Elínora Guðlaug Einarsdóttir og Róbert Smári Jónsson urðu stigameistarar Þ-mótaraðarinnar í sumar en Langbest mótið var það síðasta á röðinni og því lauk í gær í Leirunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tólf þriðjudagsmót eða Þ-mót voru haldin í sumar og var þátttaka mjög góð. Árangur í bestu átta mótunum taldi til stigameistara og urðu þau Róbert og Elínora efst að stigum.

Í Langbest mótinu voru þrír kylfingar efstir og jafnir með 39 punkta, þau Vignir Örn Ragnarsson, Haukur Guðmundsson og Íris Dögg Steinsdóttir en Vignir var með besta árangur á seinni 9 holunum og fékk því efsta sætið. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson sigraði án forgjafar á 3 undir pari, 69 höggum.

Næstu helgar verða mót í Leirunni en þá hefst líka haustmótaröð klúbbsins. Hún verður einnig opin kylfingum úr öðrum klúbbum. Hólmsvöllur er í mjög flottu ásigkomulagi og því ætti að vera hægt að leika á sumarflatir eitthvað inn í haustið.