Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 25. október 2020 kl. 12:37
Elías tryggði Excelsior sigur
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson heldur uppteknum hætti í hollensku B-deildinni í knattspyrnu. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmark Excelsior í gær í uppbótartíma gegn Den Bosch,.
Okkar maður er markahæsti leikmaður deildarinnar með tíu mörk.
Excelsior er í 9. sæti með 13 stig.