Elías skoraði tvö mörk í bikarleik
Elías Már Ómarsson er sjóðheitur þessa dagana en hann skoraði tvö mörk í bikarsigri Excelsior á Helmond í Hollandi í gær.
Elías Már skoraði annað og þriðja mark Excelsior en leiknum lauk með 4:0 sigri liðsins. Með sigrinum er Excelsior komið í 32 liða úrslit bikarkeppninnar. Keflvíkingurinn er kominn með tíu mörk í B-deild hollensku knattspyrnunnar en með tólf í heildina á tímabilinu.